Spánn Pontevedra Sveitasetur á Spáni

Hafsteinn Már Másson

Sveitasetur á Spáni

Spánn Pontevedra Senande 2. La Cañiza

Verð frá €250 nóttin (meira)

Húsið er staðsett á milli Orense og Vigo, mjög nálægt litlum bæ sem heitir La Cañiza.
Þetta er mjög rólegur staður. Umhverfi og landslag er mjög fallegt og staðsetningin frábær. Stutt er á fallegar strendur Rías Bajas í Vigo.

Tuttugu mínútur í golf og örstutt í sundlaug og tennis.

Miño-áin sem aðskilur Spán og Portúgal er í nokkra mínútna fjarlægð. Skemmtilegt er að kíkja yfir til Portúgal, t.d til Valença á markaðina eða til Portó í verslunarferð.

Borgir eins og Vigo, Pontevedra, Orense og Santiago de Compostela ..eru allar í nágrenni og þar er að finna helling af skemmtilegum stöðum til að skoða.

Húsið er byggt fyrir meira 130árum á hefðbundinn Galiciskan hátt. Eins og í íslenskum fornaldarhúsum var neðsta hæð hússins notuð fyrir nautgripi og efri hæð fyrir stofu, eldhús og svefnherbergisVeggirnir eru 85cm þykkir! Ótrúlegt en mjög huggulegt, það heldur líka hita inni í húsinu á veturna og hita úti á sumrin. Veggirnir eru svo fallegir að lítið þarf af skrauti. Húsið var fágað upp á nýtt árið 2002 og þriðju hæðinni bætt við. Herbergin eru mjög kósý og notaleg. Það eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi.Eldhús og stofa eru á fyrstu hæð hússins, þar er samblanda af gömlum og nýjum stíl. Öll áhöld og tæki í eldhúsi eru nýleg.Á annarri hæð er gallery, sem við notum einnig fyrir rækt (þar er hlaupabretti og hlaupahjól). Staðurinn er skemmtilegur og þar er annað hvort hægt að púla í ræktinni eða njóta þess að slappa af og mála mynd. Á annarri hæð er einnig inngangur, tvö svefnherbergi annað með sér baðherbergi einnig er fullbúið baðherbergi á ganginum. Á þriðju hæð eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi annað herbergið er mjög stórt með sófa og sjónvarpi.
Hvernig komumst við þangað?
Gott er að fljúga til Porto í portugal þaðan er eins og hálfs tíma akstur.
www.ryanair.com / www.easyjet.com / www.flytap.com
Einnig er hægt að fljúga til Vigo þaðan er 30 mínútna akstur. www.iberia.com

Svefnherbergi: 4 Baðherbergi: 3 Með húsgögnum Einbýlishús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 1 nætur FYP-507228

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar: