Spánn Torrevieja Stórglæsilegt hús í Mil Palmeras, nálægt strönd

Hafsteinn Már Másson

Stórglæsilegt hús í Mil Palmeras, nálægt strönd

Spánn Torrevieja Mil Palmeras, Riomar 13 hverfinu, nr. 23F

Verð frá €69 nóttin (meira)

Stórglæsilegt hús í Mil Palmeras, Riomar hverfinu. Húsið er staðsett í um 15 min akstri frá Torrivieja, rétt við Mil Palmeras ströndina.

Húsið er skemmtilega hannað á 3 hæðum, neðsta hæð stofa, gott eldhus, þvottahús, og baðherbergi m/sturtu, gengið út á útiverönd/garð með garðhúsgögnum úr stofu, gasgrill til staðar.

Á annari hæð eru 3. svefnuherb, baðherbergi m/sturtu/baðkar. 1 Herb. með 2 rúmum og góðum fataskáp, Stórt hjónaherb með góðum fataskáp og gengið er þaðan út í annað herb. með 2 rúmum, en þar eru einnig svalir. Efsta hæð glæsilegur sólpallur með sturtu, bekkjum , húsgögnum og hlöðnu kolagrilli/arinn.
Húsið er staðsett í um 15 min akstri frá Torrivieja. Stórglæsilegt hús í mjög öruggu umhverfi rétt við Mil Palmeras ströndina.


Samantekt;

- Húsið rúmar 6-8 manns
- 3 svefnherbergi
- Svefnsófi í stofu fyrir 1-2
- Þvottavél
- 2 baðherbergi; eitt með sturtu og annað með baðkari og sturtu
- Sólabaðsaðstaða á verönd, við sundlaug og upp á þaki/sturta
- Frír aðgangur að hverfissundlaug
- leikvöllur fyrir þau yngstu
- tennisvellir,körfuboltavöllur, fótboltavöllur,
- 10-15 mín gangur niður á strönd
- 10-15 mín gangur í veitingastaði og bari, útimarkað
- 15 mín gangur í matvöruverslun
- Rólegt hverfi og stutt í alla þjónustu
- Stutt í glæsilega golfvelli
Umhverfið.

Hverfið Rio Mar 13 er afgirt hverfi í Mil Palmeras. Þetta er nýtt hverfi og allt hið glæsilegasta og vel við haldið. Hverfið er læst og eingönu ætlað dvalargestum Rio mar 13. Fallegir garðar og góð sundlaug með jacuzzi.

Þegar gengið er út úr hverfinu er 5. mín. Gangur á Fótbolta, körubolta og góða tennisvelli sem ætlaðir eru hvefinu einnig eru þar leikvellir. Ca 13. mín gangur er niður að góðri strönd. Með allri aðstöðu sólbekkjum og bar, WC.

Upp af ströndinni er lítil gönguata þar sem iðar allt af lífi fram á kvöld. Veitingastaðir og barir er þar þétt saman og gaman að kom á kvöldin fá sér að borða og skoða mannlífið. Einnig er yfir háannatíman alltaf markaðir á kvöldin meðfram ströndinni og skapar það skemmtilega stemningu.

Þetta er virkilega góður staður fyrir fjölskyldufólk, golfara og alla þá sem vilja njóta sólar, fallegs umhverfis, góðrar strandar, sundlaugargarðs og íþróttaraðstöðu.

3. glæsilegir golfvellir nálæt okkur:
La Finca
Villamartin
Las Ramblas
Nánari upplýsingar á Spain info um þessa golfvelli: http://www.grupoquara.com

Þrif við lok dvalar eru 65 evrur.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Villa 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 1 nætur FWG-266147

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar: