Bandaríkin Florida Ríkulega útbúið og vandað hús í Lake Nona

Hafsteinn Már Másson

Ríkulega útbúið og vandað hús í Lake Nona

Bandaríkin Florida 12014 Lazio Lane

Verð frá €172 nóttin (meira)

Nýtt ríkulega útbúið og vandað hús með  sundlaug í Lake Nona Orlando. Stutt í alla helstu
afþreyingu s.s Disney garðana ca 15-20 mín, 30 mín á ströndina á
Cocoa beach og 15-30 mín stærstu verslunarkjarnana.


Húsið er nýtt, einstaklega vandað 4 herbergja einbýlishús með sundlaug. Húsið er
ríkulega útbúið með öllum helstu nútímaþægindum. Lín og íslenskar
sængur, ungbarnarúm, ungbarnamatarstóll, straujárn og strauborð.
Glæsileg HD sjónvörp í herbergjum og stofu, Play station 3 talva,
þráðlaust net, prentari og frír ísl, netsími með íslensku númeri. Í
bílskúr eru 4 reiðhjól, tennisspaðar, körfuboltar, stranddót og fl. Við
sundlaug eru vönduð útihúsgögn, sólbekkir og Weber gasgrill.Village Walk er nýtt einstaklega vel staðsett vaktað hverfi í
suðausturhluta Orlando . 25-30 min, akstur er frá Sanford flugvelli og
aðeins um 10 min, akstur frá Orlando alþjóðaflugvellinum, MCO. Hverfið
er einstaklega vel skipulagt með ákaflega fallegum göngu, hjóla og
hlaupabrautum.


Þar er einnig að finna glæsilegt klúbbhús, 2 upphitaðar sundlaugar ,
24 tíma æfingasal búinn fulkomnustu tækjum, tennisvelli, leiktæki,
körfuboltavelli o.fl. Nóg er af golfvöllum allt í kringum hverfið.Verslunar og þjónustukjarni liggur rétt fyrir utan hverfið og þar má
meðal annars finna, Publix, CVS, 7 Eleven, Nagla og hárgreiðslu stofur.
Bráðamóttöku, læknastofu og tannlækni.


Af veitingastöðum, er að finna Outback, Nona Sushi, thai stað, ítalskan,
kínverska staði og að ónefndum öllum helstu skyndibita keðjum s.s Mc
Donalds, Papa Johns, Subway, Quisnos, Dunkin Donuts, Pizza Hut og Burger
King.Einnig er stutt í alla helstu afþreyingu s.s Disney garðana, ströndina á
Cocoa beach og stærstu verslunarkjarnana.

Svefnherbergi: 4 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Einbýlishús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur EUK-100481

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar:

Sambærilegar eignir í Bandaríkin