Spánn Torrevieja Raðhús til leigu á Spáni

Hafsteinn Már Másson

Raðhús til leigu á Spáni

Spánn Torrevieja Calle Jupiter, Orihuela Costa, torrevieja

Verð frá €42 nóttin (meira)

Gott hús á Spáni til leigu. Fjölskylduvænt og gott raðhús í læstum garði. Sundlaug í garðinum, 3 svefnherbergi, 2 salerni,sólbaðshæð á þaki og örstutt í matvörubúð, veitingastaði og sundlaugargarð. Stutt á ströndina, golfið og niður í Torrevieja.

Í íbúðinni eru öll helstu eldhústæki, sjónvarp, dvd spilari, þvottavél, handklæði og rúmföt. Loftkæling er á efri hæð og hægt að vera í netsambandi í húsinu. í garðinum eru útiborð og stólar, kolagrill og sólbekkir.

Mikil afþreying í boði í nágrenni s.s. golf, strendur, sundlaugargarður, vatnsleikjagarður, dýragarður, go-kart og stutt til Alicante, Orihuela, Cartagena og fleiri fallegra borga.

Friðsælt en líka nálægt öllu sem þú þarft.
Það tekur um 3 mínútur að fara í Consum sem er stór og góð matvöruverslun.

Álíka langt í burtu er garður : Emerald Isle. Þar er stór sundlaug, veitingastaður og bar. Þar eru skemmtiatriði öll kvöld á sumrin. Það er líka billjard, hoppukastali, aðgangur að tölvu o.fl.
Fleiri veitingastaðir, barir, matvörubúð o.m.fl. eru í um 10 mín. göngufjarlægð.

Það eru tæpir 2 km á MacDonalds á alla staðina við 332 sem er strandvegurinn ( 20-30 mín ganga).

Go-Kart braut er í 2.3 km fjarlægð. Og á næstu strönd eru tæpir 3 km.

Árið 2012 var opnað risastór verslunarmiðstöð Zenia Boulevard ( sjá zeniaboulevard.es þar sem eru allar upplýsingar m.a. gps-hnit ). Hún er hönnuð með dæmigert spænsk þorp í huga þannig að þar eru litlar götur og mikið opið rými. Þangað eru um 2 km og hægt að ganga þangað á 25 til 30 mín.

Stutt frá verslunarmiðstöðinni er laugardagsmarkaðurinn þar sem heil gata er undirlögð af alls konar varningi allt frá brauði og blómum að skóm og gardínum. En bara á laugardögum fyrri hluta dags.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Raðhús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 5 gesti Lágmarksdvöl: 1 nætur IQS-063789