Spánn Torrevieja Las Ramblas - VillaGolf

Hafsteinn Már Másson

Las Ramblas - VillaGolf

Spánn Torrevieja Las Ramblas

Verð frá €52 nóttin (meira)

Glæsilegt einbýlshús á besta stað í rólegri götu í fremstu línu á hinum einstaka golfvelli, Las Ramblas, um 30 mínútna akstur suður af Alicante. Innan við fimm mínútna gögnufæri að klúbbhúsinu, æfingasvæðinu og fyrsta teig. Það hefur aldrei verið auðveldara að komast á golfvöllinn. Húsið er fullbúið góðum húsgögnum og öllum þægindum, með góðum garði og einkasundlaug. Komið er inn í andyri og þaðan gengið inn á gang með tveimur góðum svefnherbergjum og fallegu baðherbergi. Á hæðinni er einnig vel útbúið eldhús, góð stofa/borðstofa og þaðan gengið út á góða verönd sem er yfirbyggð með rennihurðum, þannig að hægt er að hafa hana opna eða lokaða að vild. Á efri hæð er sér hjónasvíta, með stóru svefnherbergi, fataherbergi og góðu baðherbergi. Úr hjónasvítu er hægt að ganga út á góða þakverönd með frábæru útsýni yfir golfvöllinn.Barnvænt umhverfi, örstutt á leikvöll. Fallegar gönguleiðir og um 10 mín. akstur á frábæra strönd. Verslanir og veitingastaðir í næsta nágrenni. Um 15 mínútna akstur í Habaneras, verslanamiðstöð með úrvali af vinsælum verslunum, t.d. HM, ZARA og ZARA Home, C&A;, Mango, Massiomo Dutti og fleirum. Vaktað hlið er inn á svæðið sem tryggir öryggi. Frábær staðsetning þar sem hægt er að sameina þarfir allra í fjölskyldunni.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Íbúð 0 m2 Svefnpláss fyrir: 5 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur LON-380007