Spánn Torrevieja Íbúð á Torrevieja með hjólastólaðagengi

Hafsteinn Már Másson

Íbúð á Torrevieja með hjólastólaðagengi

Spánn Torrevieja Vista Azul XII, Calle Cardamomo

Verð frá €56 nóttin (meira)

Íbúð með hjólastólaðagengi. Allt á einni hæð, engar tröppur eða háir kantar og flísar á gólfum. Stór og góð afgirt hellulögð verönd er við húsið með frábærri sólbaðsaðstöðu. Í sundlaugargarðinum er innisundlaug og sauna ásamt æfingatækjum. Stutt er á Villa Martin gólfvöllinn og laugardagsmarkaðurinn er í innan við 5 mínútna göngufjarlægð sjá einnig http://luxusibudaspani.tk/

Um er að ræða nýja íbúð sem var standsett fyrri hluta árs 2008. Íbúðin er öll á einni hæð, engar tröppur eða háir kantar og flísar á gólfum. 3 rúmgóð svefnherbergi, 2 baðherbergi, opið eldhús, stofa og borðstofa. Svefnpláss er fyrir að 4 auk 2ja barnarúma.

INTERNET tenging er í íbúðinni.

Loftkæling er í öllum herbergjum og stofu með auðveldu stýrikerfi og fjarstýringu.
Öryggiskerfi frá Crac er í húsinu með neyðarhnappi SOS og öryggisvarðaþjónustu, einnig er sjúkrakassi á litla baðherberginu.

Stofa/Borðstofa:
Sjónvarp, DVD spilari og gervihnattadiskur með RUV, rás 1 og rás 2 ásamt fjölda erlendra stöðva með ensku tali.
Borðstofuborð fyrir 6 manns, er stækkanlegt

Eldhús:
Stór ísskápur með frystihólfi, uppþvottavél, kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist, pottar og pönnur og öll helstu áhöld sem á þarf að halda til matargerðar, borðbúnaður er fyrir 6 manns.

Svefnherbergin:
Vandaðar dýnur eru í öllum 4 rúmum, rúmföt eru fyrir 4-6 manns, aukarúmföt fylgja hverri leigu. Stækkanlegt barnarúm og lítill svefnsófi er í 3ja herbergi.

Baðherbergin:
Baðherbergi 1: Sturta með aðgengi fyrir hjólastól, klósett, vaskur og ÞVOTTAVÉL.
Baðherbergi 2: Sturtuklefi, klósett og vaskur og fallegar innréttingar með góðu skápaplássi, hárblásari er í húsinu.
Handklæði fylgja í leigu.

Garður:
Góð afgirt hellulögð verönd er við húsið með frábærri sólbaðsaðstöðu (2 sólbekkir) og góðri aðstöðu til að borða úti. Útiborð og stólar eru á verönd, aukastólar eru á bak við litla sófann í stofu. Sundlaugargarðurinn er í lokuðum og læstum garði. Gengið er út í sundlaugargarðinn um hliðið á norðurenda verandarinnar.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Íbúð 0 m2 Svefnpláss fyrir: 4 gesti Lágmarksdvöl: 1 nætur HOH-637665