Spánn Torrevieja Glæsilegt hús í Cabo Roig

Hafsteinn Már Másson

Glæsilegt hús í Cabo Roig

Spánn Torrevieja Calle cabo, San Antonio No 4 - 13

Verð frá €92 nóttin (meira)

Húsið er afar glæsilegt í alla staði, og er á þremur hæðum. Á fyrstu hæð er stofa með arni, ásamt borðstofu, eitt svefnherbergi, eldhús með öllum hugsanlegum búnaði, og baðherbergi með sturtu. Út frá stofunni er hægt að opna út í garðinn sem snýr í suður, og er hann allur flísalagður. Góð aðstaða er í garðinum, meðal annars má nefna 4 sólbekki, ásamt stóru borði þar sem 6 manns geta auðveldlega setið við, einnig er annað 4 manna borð. Glæsilegt Weber gasgrill, ásamt sólhlífum og fl. Út úr eldhúsi er hægt að ganga út í bakgarðinn, og síðan beint í glæsilegan sundlaugarðinn. Á annari hæð eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu. Í svefnherbergjum á annari hæð er útgangur út á rúmgóðar svalir. Á þriðju hæð er stórt sólarterras, með glæsilegu útsýni til sjávar, og yfir allt hverfið. Einkabílastæði er beint fyrir framan húsið, ásamt því er stæði í bílageymslu sem er með sjálfvirkum hurðaropnara.

Mjög gott skipulag er í húsinu, og er þar svefnpláss fyrir 8 manns. Mikið var lagt upp úr því að innrétta húsið á glæsilegan hátt, og t.d. eru mjög vönduð rúm í húsinu, og eru þau öll með hágæðadýnum, sem er mikilvægt til þess að geta verið vel úthvíldur og tilbúinn í slaginn að skoða allt það sem er í boði á Spáni. Stór flatskjár er í húsinu, ásamt gervihnattadisk með yfir 400 sjónvarpsrásum, meira að segja er RÚV þarna líka, ásamt rás 1 og rás 2 (útvarp) ekki slæmt að geta fylgst með fréttum að heiman. DVD spilari ásamt fullkomnu heimabíókerfi CD spilari með tengi fyrir iPot og sjónvarpsflakkari með fullt af nýlegum bíómyndum og barnaefni, svo eitthvað sé nefnt.
Mjög öflug lofkæling er í öllum herbergjum, ásamt fullkomnu öryggiskerfi frá Securitas

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Einbýlishús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 6 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur RTK-319801

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar:

Sambærilegar eignir í Spánn