Spánn Torrevieja Glæsilegt hús fyrir 8 - 10 manns rétt hjá Alicante

Hafsteinn Már Másson

Glæsilegt hús fyrir 8 - 10 manns rétt hjá Alicante

Spánn Torrevieja Gran Alacant, Alicante

Verð frá €50 nóttin (meira)

Frábær sundlaugargarður fylgir húsinu. Það eru 2 hjónarúm 4 einbreið rúm og einn 2ja manna svefnsófi + barnaferðarúm í húsinu.

Þetta glæsilega lúxushús er til leigu. Það er rúmpláss fyrir 8-10 manns. Húsið er um það bil 157,9 fm. með sólterresu og kjallara. Það eru 2 hjónarúm 4 einbreið rúm og einn 2ja manna svefnsófi + barnaferðarúm í húsinu. Húsið hefur tvær snyrtingar, á fyrstu hæð er sturta og í aðalbaðherbergi á annarri hæð er baðkar. Í húsinu er loftkæling í öllum herbergjum (hiti/kuldi).

Húsið er með 2 svefnherbergi og baðherbergi á efstu hæð, á fyrstu hæð er stofa, eldhús, þvottahús og baðherbergi með sturtu. Kjallarinn er ca. 40fm, með glugga og loftkælingu (hita/kuldi) og þremur rúmum og barnaferðarúmi. Einnig er svefnsófi fyrir tvo í kjallara. Húsið er fullbúið húsgögnum, búsáhöldum, þvottavél, ísskápur, sjónvarp DVD spilari. Einnig er drykkjarvatn beint úr krana og margt fleira
Þrif eru ekki innifalin í verði.Þrif kosta 70 evrur plús 3 evrur á hver rúmföt
Þrif eru greidd á Spáni beint til lyklavarðar þegar lyklar eru afhentir er greidd 200 evrur tryggingargjald sem er endurgreitt þegar lyklum er skilað

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Einbýlishús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 10 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur QAW-938422