Spánn Torrevieja Glæsilegt endaraðhús í Dona Pepa

Hafsteinn Már Másson

Glæsilegt endaraðhús í Dona Pepa

Spánn Torrevieja Dona Pepa Avenida Salamenca

Verð frá €83 nóttin (meira)

Höfum til leigu stórglæsilega húseign á Spáni stutt frá Alicante í bæ sem heitir Dona Pepa 25 mínútna keyrsla suður af Alicante. Eignin er 108 fermetra endaraðhús á tveimur hæðum með 3 svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Húsið er splunkunýtt og mjög smekklega innréttað með vönduðum húsgögnum. 42" plasma með heimabíói og 30 evrópskum stöðvum. Loftkæling er í húsinu.. Sundlaug er í sameiginlegum garði beint fyrir utan. Húsið snýr í há suður sem er kostur fyrir sóldýrkendur. Bak við hús er mjög góð grillaðstaða með aðstöðu fyrir stór fjölskylduna, til að borða úti. Stutt er á strönd, marga skemmtilega golfvelli, 2 vatnsrennibrautagarða. Veitingastaðir eru í göngufæri. Bærinn er mjög friðsæll og notalegur.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Raðhús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 6 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur AZJ-932917

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar:

Sambærilegar eignir í Spánn