Bandaríkin Florida Glæsilegt einbýlishús við Golfvöll

Hafsteinn Már Másson

Glæsilegt einbýlishús við Golfvöll

Bandaríkin Florida St. Agustine

Verð frá €120 nóttin (meira)

Rúmgott, 3 svefnherbergja og 2 baðherbergja hús á miðjum St.Johns golfvellinum í hinni sögufrægu borg St. Augustine.

Klukkustundar akstur frá Orlando Sanford flugvelli og einn og hálfur tími frá Disney. Sjö gistipláss eru í húsinu. Tvö queen size rúm og tvö single rúm, einn svefnsófi. Risasjónvarp (61 tomma) með gervihnattadagskrá og DVD spilara og nettengd tölva.

Stór sólbaðsgarður með upphitaðri sundlaug, heitum potti og grilli, girtur af með flugnaneti.

Tíu mínútna akstur er í frábært verslunarhverfi (Premium Outlets) með öllum helstu merkjunum og 7 mín. akstur er í annað verslunarhverfi með mjög góðri matvöruverslun o.fl. Aðeins korters akstur er á dásamlega strönd og örstutt í heillandi miðbæ St. Augustine þar sem jazzbúllur, veitinga- og kaffihús og gallerí eru á hverju strái.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Einbýlishús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 7 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur JQA-851219

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar:

Sambærilegar eignir í Bandaríkin