Spánn Torrevieja Glæsileg íbúð skammt sunnan Torrevieja

Hafsteinn Már Másson

Glæsileg íbúð skammt sunnan Torrevieja

Spánn Torrevieja Calle Niagara no. 1

Verð frá €45 nóttin (meira)

Íbúðin er skammt sunnan við Torrevieja í suðurausturhluta Spánar (uþb 1 klst akstur frá Benidorm og rúmlega 1/2 klst akstur frá flugvellinum á Alicante).

Um er að ræða nýlegt glæsilegt 2ja svefnherbergja húsnæði í parhúsi á einni hæð í hverfi sem er á einum vinsælasta stað Costa Blanca svæðis í Playa Flamenca. Húsið er í lokuðu hverfi og fylgir sameiginlegur garður með sundlaug.

Í íbúðinni eru öll hugsanleg þægindi, m.a. loftkæling í öllum herbergjum, viftur, hljómflutningstæki, gervihnattasjónvarp með fullt af erlendum stöðvum og vel innréttað eldhús. Íbúðinni fylgir einkagarður og stórar þaksvalir með grillaðstöðu eru yfir öllu húsinu.

Stutt er í næstu baðströnd og eins í alla þjónustu. Fjórir 18 holu golfvellir eru í næsta nágrenni.

Svefnherbergi: 2 Baðherbergi: 1 Með húsgögnum Tvíbýli 0 m2 Svefnpláss fyrir: 4 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur FRD-713983