Portúgal Lissabon Glæsileg 4. herb íbúð á stór Lissabon svæðinu

Hafsteinn Már Másson

Glæsileg 4. herb íbúð á stór Lissabon svæðinu

Portúgal Lissabon Costa da Caparica

Verð frá €100 nóttin (meira)

Glæsileg ný íbúð til leigu. 4.herb 115 fm íbúð, 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stórt og rúmgott eldhús, stofa, þvottahús , 80 fm sólterassa með góðu útigrilli og bilskúr. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi. Eitt svefnherbergið (hjónaherbergið) er með queen size rúmi. Annað herbergi er með koju og neðri kojan er tvíbreið og auka rúm er þar undir. Þriðja herbergið er með tveimur einbreiðum rúmum og undir þeim er einnig hægt að draga út annað einbreitt rúm. Í húsinu eru tvö baðherbergi, rúmgott eldhús, þvottahús, stofa og stór terrassa (n.k. sólgarður). Auk þessa er eitt barnarúm, barnakerra og barnastóll í íbúðinni. Loftkæling er í öllum herbergjum og fataskápar, sængur, koddar og sængurverasett fylgja einnig með. Íbúðinni fylgja öll búsáhöld (þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ískápur, kaffivél, örbylgjuofn, flatskjár, heimabíó með dvd og kapalsjónvarp).

Íbúðin er í bæ sem heitir Costa da Caparica sem er hluti af Stór-Lissabon svæðinu. Bærinn er í rúmlega 15 km fjarlægð frá miðbæ Lissabonn og 17 km fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum, en þangað er auðvelt að komast með strætisvögnum sem ganga mjög reglulega frá miðbæ Costa da Caparica eða þá bara í leigubílum.Stutt er í allt það helsta, ströndin er t.d. í 3 mín göngufjarlægð en hún er mjög góð og er samtals 20 km á lengd. Öll þjónusta er einnig í stuttri fjarlægð frá íbúðinni s.s. bankar, kaffihús, matvöruverslun, margir veitingastaðir, pöbbar, internetkaffi, almenningssundlaug í 10 mín göngufjarlægð. Mjög stór verslunarmiðstöð með 250 verslunum, 16 bíósölum og 40 veitingastöðum er í 5 km fjarlægð frá bænum, auk þess er mjög gott GOLF svæði í nánd við bæinn. Aukalega þarf að borga 40 evrur fyrir lokaþrif á íbúðinni og hægt er að fá aukaleg þrif ef óskað er eftir á meðan dvölinni stendur.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Íbúð 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur MAC-527004

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar: