Spánn Torrevieja Fallegt raðhús í Cabo Roig

Hafsteinn Már Másson

Fallegt raðhús í Cabo Roig

Spánn Torrevieja Calle San Antonio

Verð frá €400 vikan (meira)

SÓLBAKKI - RAÐHÚS: Í stofu er sjónvarp, DVD spilari og gervihnattasjónvarp með fjölda sjónvarpsrása - einnig er útvarp með CD spilara. Fallegt borðstofuborð með 6 stólum, barnastóll fylgir. Góður svefnsófi er í stofunni. Í eldhúsi eru 2 stórir ísskápar með frystihólfi, uppþvottavél, þvottavél, kaffivél, brauðrist, örbylgjuofn, pottar og pönnur og öll helstu áhöld til matargerðar, allur borðbúnaður er fyrir 12 manns.  Í húsinu eru 3 svefnherbergi með góðum rúmum, sængur og koddar fyrir 8 manns, Barnaferðarúm er í hjónaherbergi ásamt barnasæng og kodda.   Stórir skápar eru í herbergjum á 2. hæðinni með útdraganlegum skúffum.   Baðherbergin eru tvö, á fyrstu hæðinni er klósett, vaskur og sturta en á annarri hæðinni er baðkar með sturtuaðstöðu, klósett, vaskur og góðar hillur, hárblásari.   Afgirt einkalóð er fyrir framan og aftan húsið með sólbaðsaðstöðu og góðu rými til að borða úti.   Sundlaugargarðurinn er í lokuðum og læstum garði á milli húsanna, svo ekki er hætta á að börn hlaupi í burtu. Húsinu fylgir gasgrill, útihúsgögn og 5 góðir sólbekkir. Greiða þarf 70 € þrifgjald til umsjónarmanns við komu í húsið.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Raðhús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur CLN-437986

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar: