Spánn Torrevieja Endaraðhús á Spáni til leigu

Hafsteinn Már Másson

Endaraðhús á Spáni til leigu

Spánn Torrevieja Dream hills III, 162

Verð frá €58 nóttin (meira)

Gott endaraðhús á Spáni til leigu. Allt umhverfi er rótgróið og allri uppbyggingu lokið. - um 200 metrar út í Via Park þar sem má finna veitingastaði, pöbba, ofl. Aðgangur að tveimur sundlaugum, tvennar svalir, góð sólbaðsaðstaða, snókerborð í garðinum, afnot af golfsetti fylgir.

Húsið er endahús og er fyrir vikið með góða lóð þar sem öll lóðin er flísalögð og því öll aðstaða mjög góð. Í garðinum er einnig snókerborð og stórt og mikið sóltjald þar sem upplagt er að grilla og hafa huggulegt. Aðalinngangurinn inn í húsið er um yfirbyggða forstofu en frá henni er síðan unnt að ganga inn á neðstu hæðina sem skiptist í stofu – borðstofukók - aflokað eldhús – svefnherb. með skápum og baðherbergi. Einnig er unnt að ganga úr eldhúsi út á veröndina sem er fyrir hornið á húsinu.

Í stofu er flatskjár með fjöldann allan af erlendum rásum svo og RÚV en unnt er að ná gömlu góðu gufunni í sjónvarpið. Í öllum svefniherbergjum eru skápar og tvíbreið rúm eru í öllum herbergjum. Frá neðri hæðinni er stigi upp á efri hæðina en þar eru 2 svefnherb. með skápum og eitt baðherbergi. Frá öðru svefnherberginu er unnt að ganga út á rúmgóðar svalir þar sem eru borðstofuhúsgögn og góð aðstaða. Að lokum er síðan unnt að ganga upp á efstu hæðina sem eru þaksvalir yfir öllu húsinu en þar er útsýni mjög gott í allar áttir.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Raðhús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 7 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur TTG-796135