Spánn Torrevieja Efri sérhæð í Dream Hills á Torreviejasvæðinu

Hafsteinn Már Másson

Efri sérhæð í Dream Hills á Torreviejasvæðinu

Spánn Torrevieja Dream Hills 2

Verð frá €45 nóttin (meira)

Falleg íbúð á efri hæð í Dream Hills II í Los Altos hverfinu. Stutt í miðbæ Torrevieja. (10 mín á bíl.) Íbúðin tekur allt að 8 manns með börnum. GERVIHNATTADISKUR MEÐ 70 STÖÐVUM. MJÖG GÓÐAR DÝNUR ERU Í ÖLLUM RÚMUM. Íbúðin skiptist í eldhús, stofu / borðstofu, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Gengið er út á svalir úr stofu og þaðan er gengið upp á þakhæðina þar sem eru stórar einka svalir. Útihúsgögn og sólbekkir eru í íbúðinni. Loftkæling/hitun er í stofu og báðum herbergjunum. Íbúðin er vel tækjum búin og má þar nefna flatskjá og heimabíó. Kojur eru í öðru herberginu og svefnsófi í stofunni. Samtals er svefnpláss fyrir átta manns. Sameiginleg sundlaug er fyrir hverfið. Næg bílastæði eru við húsið. Stutt er í alla þjónustu s.s. verslanir, veitingastaði, banka og sjúkrahús. U.þ.b. 10 mín. akstur er á 18 holu golfvellina, Villamartin, Las Ramblas og Campoamor og einnig er 10. mín. akstur í miðbæ Torrevieja og niður á strönd. U.þ.b. 40 mín. akstur er á Alicante flugvöll. Í þessu hverfi eru nokkrar íbúðir til leigu. Þetta er því góður kostur fyrir stærri hópa eða nokkrar fjölskyldur að leigja saman.

Svefnherbergi: 2 Baðherbergi: 2 Með húsgögnum Íbúð 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 1 nætur RJG-395112