Spánn Barcelona Barcelona Sagrada de familia

Hafsteinn Már Másson

Barcelona Sagrada de familia

Spánn Barcelona Barcelona Sagrada de familia

Verð frá €135 nóttin (meira)

Rómantísk íbúð til leigu á 1. hæð í 5 hæða húsi. Svalirnar snúa að Gaudi kirkjunni, það er yndisleg upplifun að sitja við borðstofuborðið og horfa á tignarleik Gaudi. 3ja mín gangur að kirkjunni og í Metro. Íbúð 90 fm á 1 hæð , lyfta er í húsinu. Gistiaðstaða fyrir 4-6 manns.Tvö svefnherbergi , gestaherbergi, stofa, borðstofa, eldhús,Wc + sturta,svalir og þvottahús. Internettenging, öll helstu þægindi eru í íbúðinni

Svefnherbergin ; tvö amerisk stór hjónarúm,sængur og koddar,teppi,rúmföt. Í gestaherb. er tvíbreiður sófi. Handklæði og tuskur í skápnum. Eldhúsið er útbúið öllum helstu þægindum sem nútímafólk þarf til afnota,örbylgjuofn, kaffivél, ísskápur Borðbúnaður f. 6 manns,diskar, glös og bollar o.sf.v. Í borðstofunni er borð fyrir 6 manns,skenkur og skápur með glösum og skálum.Í stofunni er hornsófi, sjónvarp og vídeo. Svalirnar snúa að Gaudi kirkjunni og er notalegt að sitja við borðstofuborðið og horfa á kirkjuna. Í íbúðinni er hita/kælikerfi/ loftræsting og öryggishólf. Sagrada Familia kirkja Gaudis er eitt af undrum Barcelona. Það sem hægt væri að segja um Sagrada familia kirkjuna er kannski að þar hefur sturlaður snillingur farið hamförum í hönnunarferli hennar. Slík er þessi sjónhverfing, þetta galdraverk að upplifa. Frá Sagrada familia í beinni línu upp að Hospital de San Pau liggur Avenida de Gaudi, einskonar Rambla. Þ.e.a.s. breiðstræti í miðjunni fyrir gangandi en bílaumferð til sitthvorrar handar. Við þessa götu til beggja handa og á göngusvæðinu fyrir miðju eru veitingahús, kaffihús og barir með borð og stóla þar sem vegfarendur geta sest og notið lífsins við mat og drykk -fjölbreytileiki mannlífs og valkosta er tilfinnanlegur hvort heldur er í mat og drykk eða annara gæða lífsins s.s. verslana af öllum stærðum og gerðum. Íbúðin er þrifin við brottför. Kostnaður er 60 evrur

Eingöngu vikuleiga í boði.

Svefnherbergi: 3 Baðherbergi: 1 Með húsgögnum Íbúð 90 m2 Svefnpláss fyrir: 2 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur XTT-359822

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar: