Bandaríkin Florida 8 manna hús á Merrit Island

Hafsteinn Már Másson

8 manna hús á Merrit Island

Bandaríkin Florida l3350 Savannahs Trail, Merritt Island, FL

Verð frá €100 nóttin (meira)

Húsið er staðsett við golfvöllinn Savannahs Golf Course í Sykes Creek á Merritt Island, c.a. 40 mín austan við Orlando í Flórida. Merritt Island er lítið, friðsælt og öruggt svæði með auðveldan aðgang að öllu því helsta sem Flórida hefur upp á að bjóða.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi. Eitt hjónaherbergi, tvö herbergi með tvöföldum rúmum og eitt herbergi með tveimur einföldum rúmum. Í húsinu er gervihnattasjónvarp með ótal stöðvum og þráðlaust internetsamband. Glæsileg stofa með borðstofuborði og setustofa. Einnig er sjónvarpsstofa með 3 sæta lazyboy sófa og tveimur lazyboy stólum. Eldhúsið er rúmgott með tvöföldum ísskáp og búið öllum tækjum og tólum sem nútímaeldhús þurfa. Þar er fínt leirtau sem og plastdiskar og glös fyrir börnin. Það er eldhúsborð í eldhúsinu og stóll fyrir ungabarn. Þrjú baðherbergi eru í húsinu. Stærsta baðherbergið er við hjónaherbergið með nuddpotti og sturtu. Miðstórt og minna baðherbergi eru sameiginleg fyrir hin þrjú herbergin. Í bílskúrnum er trampólín sem má setja upp í bakgarðinum, körfuboltakarfa og bílstólar fyrir börn. Tvö reiðhjól eru til afnota fyrir leigjendur, barnarúm, barnakerrur, strandstólar og leikföng.Bakvið húsið er verönd með sundlaug, borðum, stólum og sólbekkjum. Öll veröndin er yfirbyggð neti til varnar gegn skordýrum. Til afnota er stórt gasgrill á útisvæði bakvið húsið og leikfangakassi fyrir sundlaugina.

Svefnherbergi: 4 Baðherbergi: 3 Með húsgögnum Einbýlishús 0 m2 Svefnpláss fyrir: 8 gesti Lágmarksdvöl: 7 nætur OPC-296702

Frátekin


Aðstaða:

Handhægar upplýsingar:

Sambærilegar eignir í Bandaríkin