Algengar spurningar

Auðveldast er að bóka eign á vefnum. Þú finnur einfaldlega eignina sem þú vilt leigja og skoðar hvort hún er laus þann tíma sem þú vilt dvelja í henni og svo smellir þú á „bóka“ og klárar bókunarferlið. Þú getur líka haft samband við okkur í síma 555 6616 og við aðstoðum þig við ferlið.
Þegar bókun hefur verið staðfest þarf að greiða 20% staðfestingargjald sem er óafturkræft. Fjórum vikum brottför þarf að ganga frá eftirstöðvum greiðslu. Hægt er að greiða með kreditkorti eða með því að millifæra á reikning okkar 515-26-540507 og kennitala 540507-2360. Sendið kvittun á orlofseignir@orlofseignir.is
Já við bjóðum upp á akstur til og frá flugvelli á Spáni. Verð ræðst eftir fjölda farþega og vegalengdar. Vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu okkar í síma 788 2090 eða sendið okkur línu á orlofseignir@orlofseignir.is
Já við bjóðum upp á leigu á barnarúmum. Verðið fyrir vikuna er 25 evrur og þarf að panta með lágmark 2 vikna fyrirvara.
Allar eignirnar eru fullbúnar með rúmfatnaði og handklæðum. Í eldhúsum er nauðsynleg áhöld til að elda einfaldar máltíðir ásamt borðbúnaði fyrir hámarks fólksfjölda sem gistir í eigninni.
Í flestum eignunum eru reykingar bannaðar. Ef viðkomandi eigandi leyfir reykingar þá kemur það fram á upplýsingasíðu viðkomandi eignar.
Orlofseignir ehf sjá um milligöngu á lyklum.
Ekki er farið fram á sérstaka tryggingu fyrir skemmdum nema það sé tekið fram á viðkomandi eign. Við væntum þess að viðskiptavinir gangi vel um eignirnar.
Vinsamlegast hafðu samband við okkar í síma 788 2090 eða með því að senda okkur tölvupóst á orlofseignir@orlofseignir.is svo við getum aðstoðað þig við breytingar á bókunum.
Auðvelt er að skrá eigina hjá okkur, þú smellir einfaldlega á "Skrá eign" efst í hægra horninu á vefsíðunni og ferð í gegnum ferlið. Þú getur líka haft samband við okkur í síma 788 2090 eða sent tölvupóst á orlofseignir@orlofseignir.is og við aðstoðum þig við ferlið.
Þú getur séð viðskiptaskilmálana með því að smella hér